Nýtt hús sem verið er að klára á horni Nóatúns og Borgartúns

Þétting byggðar breytir borg

Það eru miklar byggingarframkvæmdir um alla höfuðborgina. Icelandic Times / Land & Saga fór um bæinn, og smellti af myndum af stórum byggingarsvæðum vestan Elliðaár. Frá Skeifunni í austurborginni og vestur á Granda. Þann 1.júní 2024 bjuggu, samkvæmt Þjóðskrá 145.571 íbúar í Reykjavík, og var hlutfall erlendra ríkisborgara 23.4% eða 34.108 einstaklingar. Íbúum hefur fjölgað um 1.654 einstaklinga á síðustu sex mánuðum, frá fyrsta desember. Elsti íbúi höfuðborgarinnar er 106 ára, en í Reykjavík búa 162 konur, 95 ára eða eldri, og 65 karlar. Það eru fimm þúsund fleiri karlmenn í Reykjavík en konur, 75.112 á móti 70.346 konum. Kynhinsegin einstaklingar eru 113. Árið 1924, fyrir hundrað árum bjuggu í Reykjavík 20.657 manns, sem er örlítið færra fólk en býr nú í fjölmennasta hverfi borgarinnar, Breiðholti, en þar búa nú 23.334 manns. Hverfi sem byrjað var að byggja um og uppúr 1970. Fer ekki að koma tími á að þétta byggðina í Breiðholti?

Byggt á Héðinsreitnum á horni Mýrargötu og Ánanaust
Héðinsreiturinn vestur á Granda
Nýr Landspítali rís við Hringbraut
Byggingaverkamaður, við nýja Landspítalann við Hringbraut
Hornið á Suðurlandsbraut og Grensásvegi
Orkureiturinn við Suðurlandsbraut, Ármúla
Kirkjusandsreiturinn, skrifstofur Íslandsbanka jafnaðar við jörðu, ný íbúðarbyggð kemur í staðinn
Hröð uppbygging hefur verið á Kirkjusandsreitnum
Heklureiturinn við Laugaveg
Nýtt stórhýsi við Hringbraut í Öskjuhlíðarhverfi

Reykjavík 12/08/2024 : RX1R II, A7R IV A7C R – 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0