Í dag, fyrsta maí, má ætla samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar að um 2.500 bifreiðar eigi leið um Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Icelandic Times / Land & Saga átti leið, ásamt tíu þúsund öðrum ferðalöngum og naut útiverunnar á einstökum stað. Veðrið var skaplegt, en afrakstur ljósmynda takmarkaður. Var það birtan sem birtist ekki, liturinn á jörðinni, hvorki vetur eða sumar? Hér koma tvær myndir frá því í dag, og síðan fjórar eldri myndir frá Þingvöllum sem ég held mikið uppá. Enda eru Þingvellir á heimsminjaskrá UNESCO, sem einstakur staður, ekki bara fyrir náttúrufar, heldur er saga Þingvalla samofin þjóðinni frá landnámi. En þarna var Alþingi stofnað árið 930, elsta löggjafarsamkomu veraldar, á stað sem er engum líkur. Látum myndirnar tala, meðal annars tvær nýjar frá því í dag.






Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonÞingvellir 01/05/2025 – A7R IV – RX1R II : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM, FE 2.0/28mm G