Jólasveinarnir eru þrettán á Íslandi, sá síðasti, Kertasníkir fer heim á þrettándanum, þann 6 janúar. Þá lýkur jólunum formlega á Íslandi, með brennum og flugeldum. Þetta var stór dagur á Íslandi, þar til Danakonungur tók þennan frídag frá íslendingum árið 1770, þegar dagurinn var afhelgaður, eins og þriðji í hvítasunnu og þriðji í páskum. Konungi þótti íslendingar með ansi marga frídaga. Sjötti janúar er enn stór í austurkirkjunni, fæðingardagur Jesú, en vestar hafa kirkjurnar sammælst um að fæðingardagur Jesú væri á aðfaranótt 25 desember síðan árið 567, og frelsarinn skírður þann sjötta janúar, þrettán dögum eftir jól. Icelandic Times / Land & Saga fór niður að Ægisíðu í vesturborg Reykjavíkur til að upplifa söng, blys brennu og flugelda.
Reykjavik 06/01/2025 : A7R IV, A7C R – FE 1.8/135mm, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson