Venjulegur laugardagur í Reykjavík, er hann til? Allavega ákvað hljómsveitin Supersport! Að halda útgáfutónleika í 12 Tónum á Skólavörðustíg, sem byrjuðu í hádeginu, akkúrat klukkan tólf. Tónleikum sem lauk tíu tímum síðar, en á heila tímanum, byrjuðu þeir aftur, og að flytja efni á nýju plötunni, Allt sem hefur gerst, sem var að koma út. Þegar Icelandic Times / Land & Saga ákvað að leggja leið sína niður á Skólavörðustíg, til að sjá og heyra í hljómsveitinni, duttu óvæntar myndir inn í myndavélina, enda bara venjulegur, og fallegur dagur í höfuðborginni, þar sem allt hefur gerst. Eða ekki.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 29/03/2025 – A7C R : FE 1.8/20mm G