Um okkur

Icelandic Times er vandað og metnaðarfullt tímarit fyrir hina fjölmörgu gesti sem sækja Ísland heim allt árið um kring og aðra sem vilja fræðast um land og þjóð. Tímaritið kemur út á 5 tungumálum (ensku, frönsku, þýsku, kínversku og á íslensku sem Land & Saga) og það lætur sér ekkert íslenskt óviðkomandi: fólkið, maturinn, ferðamennskan, menning, stjórnmál, viðskipti, iðnaður og samfélagið í heild sinni––allt sem gæti gefið gestum betri mynd af landinu og þjóðinni sem það byggir.

Við höfum frá upphafi lagt ríka áherslu á ljósmyndir frá öllum landshlutum Íslands––frá höfuðborginni til fámennustu byggðarlaga, og frá miðhálendinu til hinna margbreytilegu strandlengja umhverfis landið–– og Icelandic Times býður upp á ríkulegt safn ljósmynda í hverju tölublaði, sem og á vefsíðu okkar og samfélagsmiðlum. Þessar myndir, ásamt greinum okkar, veita lesendum heildstæða sýn á Ísland.

Hvort sem lesandinn er á ferðalagi um landið eða erlendur málnotandi búsettur á Íslandi, er það von okkar og markmið að Icelandic Times sé ánægjulegt aflestrar og um leið gagnlegt til að fá skýra og nútímalega sýn á allt sem varðar Ísland.

Einar Þorsteinsson,
ritstjóri og útgefandi.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0