Frá sýningu Stuart Richardson

Undiralda í Tryggvagötu 15

Undiralda er nafn á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem andfætlingurinn Stuart Richardson (1978) sýnir sín landslagsverk. Fæddur í Nýja Sjálandi, uppalinn í Nýja Englandi, Bandaríkjunum, og nú búsettur í gamla Íslandi síðastliðin 17 ár. Sýningin Undiralda samanstendur af stórum innrömmuðum ljósmyndum, prentverkum á japönskum bókrollupappír, seríu af stuttum myndböndum og bók í einu eintaki. Sýningin þar sem glímt er við íslenskt landslag, landslag án nafns, sem er skemmtilegt. Þar sem tré líklega í Skorradal, þar sem Stuart býr, eða steinn í Hvalfirði eru án titils, nafns. Fallegt. Hér eru ekki myndir af Jökulsárlóni, Kirkjufelli eða Landmannalaugum. Heldur fínar myndir, flestar svarthvítar, þar sem myndasmiðurinn sýnir Ísland eins og það er, sýnir okkur og deilir sínum áhyggjum hvað verður um okkar óspilltu náttúru nær og fjær. 

Frá sýningu Stuart Richardson
Frá sýningu Stuart Richardson
Frá sýningu Stuart Richardson
Frá sýningu Stuart Richardson
Frá sýningu Stuart Richardson
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er á efstu hæðinni í Grófarhúsinu við Tryggvagötu

Reykjavík 24/01/2024 – A7C : FE 1.8/20mm G

 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0