Davíð frá Póllandi, kemur oft til að dorga á Hafravatni, hann var búin að fá þrjár bleikur þegar ljósmyndari Icelandic Times rakst á hann um miðjan dag á miðju vatninu.

Útivistarveður

Það hefur snjóað mikið undanfarið á suðvesturhorninu og reyndar á landinu öllu. Nú þegar dagurinn er orðin skaplega langur, og nýfallin mjöll á jörðu, er loksins orðið útivistaveður. Fólk tekur upp gönguskíðin, viðrar hundinn eða hestinn. Aðrir sækja veiðistöngina, eða gönguskóna til að njóta útivistar. Það eru mörg mjög góð útivistarsvæði í og við höfuðborgina. Inn í sjálfri borginni er Klambratún, Elliðaárdalurinn, Laugardalurinn, Öskjuhlíð og Hljómskálagarðurinn vinsælustu útivistarsvæðin. Við borgarmörkin, er Heiðmörk, stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, síðan eru Rauðavatn, og Hafravatn mjög vinsæl til útivistar. Fyrir þá sem eru fyrir að ganga á fjöll, er Helgafell ofan Hafnarfjarðar mjög auðvelt, Esjan, borgarfjall Reykjavíkur með sína rúmlega 900m / 3000 ft, er erfiðara en samt er þangað stríður straumur af fólki, allt árið að sigra fjallið og sjálfan sig. 

Þessar þrjár vinkonur úr nýjasta hverfi Reykjavíkur Úlfarsárdal, tóku sér langan labbitúr með Seppa upp að Hafravatni. Glittir í Davíð dorgara á miðju vatninu.
Fyrsti gönguskíðadagurinn í ár tekin í púðursnjó á ísilögðu Rauðavatni, rétt austan við Árbæjarhverfið.

Reykjavík / Mosfellsbær 02/02/2022  11:44 – 13:27 – A7R III & A7C : FE 1.4/24mm GM & FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0