Sá hörmulegi atburður gerðist í síðustu viku, að vanur útivistar og skíðamaður, ferðamaður frá Bandaríkjunum lést í snjóflóði í Svarfaðardal, Eyjafirði. Tveir félagar hans slösuðust illa. Snjóflóð eru nokkuð algeng á Íslandi, en fimm einstaklingar hafa látist í snjóflóðum á þessari öld. Íslenska ríkið hefur eytt gífurlegum fjármunum á undanförnum árum, að byggja snjóflóðavarnargarða um allt land, sérstaklega eftir stóru snjóflóðin á Vestfjörðum árið 1995. En það ár létust 14 einstaklingar á Súðavík, og 20 á Flateyri í snjóflóðum sem féllu á þessi tvö þorp á Vestfjörðum. Mannskæðasta snjóflóð íslandssögunnar var á Siglunesi við Siglufjörð árið 1613, en í því snjóflóð létust rúmlega 50 einstaklingar.
Ísland 2020-2022 : A7RIV – RX1R II : FE 1.8/135mm GM – FE 1.2/50mm GM – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson