Frá og með 1 nóvember er leyfilegt að keyra um á negldum vetrardekkjum. Ekki veitir af, nú fyrir norðan og austan og á Vestfjörðum, en í þessum landshlutum er komin erfið vetrarfærð, með hálku og snjóþekju alveg niður í byggð. Besta ráðið þegar lagt er í langferð um Ísland að vetri til, er að gefa sér góðan tíma. Kíkja á veðurspánna hjá Veðurstofu Íslands á vedur.is, og síðan skoða vefmyndavélar og upplýsingar hjá Vegagerðinni á vegag.is. Báðar þessar síður, sem eru stanslaust uppfærðar, bæði á íslensku og ensku. Góða ferð… því það er ekkert síðra að sækja landið heim, yfir vetrarmánuðina, þótt dagurinn sé í styttra lagi.


Möðrudalsöræfi 31/10/2021 16:11 – A7R III : FE 1.4/24mm GM
Jökuldalur 31/10/2021 15:04 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM
Skagi 01/11/2021 13:19 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson