Brekkan upp úr Jökuldal á Jökuldalsheiði og Möðrudalsöræfi á Hringvegi 1. Þessi kafli er líklegast erfiðasti kafli hringvegarins að vetri til.

Vetrarfæri og ófærð

Frá og með 1 nóvember er leyfilegt að keyra um á negldum vetrardekkjum. Ekki veitir af, nú fyrir norðan og austan og á Vestfjörðum, en í þessum landshlutum er komin erfið vetrarfærð, með hálku og snjóþekju alveg niður í byggð. Besta ráðið þegar lagt er í langferð um Ísland að vetri til, er að gefa sér góðan tíma. Kíkja á veðurspánna hjá Veðurstofu Íslands á vedur.is, og síðan skoða vefmyndavélar og upplýsingar hjá Vegagerðinni á vegag.is. Báðar þessar síður, sem eru stanslaust uppfærðar, bæði á íslensku og ensku. Góða ferð… því það er ekkert síðra að sækja landið heim, yfir vetrarmánuðina, þótt dagurinn sé í styttra lagi.

Horft norður veg 745 sunnan við Ketu á  Skaga.  Lítil vetrarþjónusta er á hringveginum um skagann frá Tindastóli til Skagastrandar.
Þessi jepplingur rann af Hringvegi 1, í gler hálku og hvassviðri rétt austan við Möðrudal á Fjöllum. Bílinn óskemdur, ökumaður heill heilsu.

Möðrudalsöræfi 31/10/2021 16:11 – A7R III : FE 1.4/24mm GM 

Jökuldalur 31/10/2021 15:04 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM 

Skagi 01/11/2021 13:19 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM 

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0