Jökulsá á Dal, er lengsta á á Austurlandi, heitir hún þremur nöfnum, Jökla, eins og heimamenn í Jökulsárdal kalla hana, síðan Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú. Við ánna er eitt þekktasta náttúruvætti landsins, Stuðlagil, sem jafnframt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Það eru þó ekki nema tæp tíu ár síðan Stuðlagil komst á kortið. Því áður en Jökla var beisluð með lang stærstu vatnsaflsvirkjun landsins, Kárahnjúkavirkjun árið 2007, rann um stuðlagil mórautt jökulvatn, svo fallegt stuðlabergið, á 500 metra löngum kafla sást ekki. Nú er öldin önnur, og stutt er að ganga frá bænum Grund að útsýnispöllum sem hafa verið byggðir við gilið. Tilkomumeira er þó að ganga í góðan halftíma, og sjá Stuðlagil að austanverðu. Umfram allt, þarf að fara með gát, í haust hrapaði ung Bandarísk kona til bana í gljúfrið. Það þarf að fara með gát og virðingu um íslenska náttúru. Frá Reykjavík er tæplega tíu tíma akstur austur í Stuðlagil, og skiptir ekki máli hvort farið er Hringveg 1, norður eða suðurleiðina.
Stuðlagil 2511/2024 : RX1R II, A7R IV, A7R III – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson