Víkingar & við

Víkingingaöldin er ekki löng, 273 ár. Hefst árið 793 þegar norrænir víkingar gerðu árás á Lindisfarne á Englandi,og til ársins 1066 þegar Haraldur harðráði tapaði orrustunni í Hastings við norðanvert Ermarsund árið 1066.  Danskir víkingar herjuðu mest á England, Holland/Belgíu og Þýskaland. Sænskir fóru mest í austurveg til Finnlands, Rússlands, og alla leið til Miklagarðs (Istanbul). Þeir stofnuðu Kænugarð (Kyiv) núverandi höfuðuðborg Úkarínu. Meðan áreittu norðmenn, skota & íra, og yfirtóku Suðureyjar, Orkneyjar og Hjaltlandseyjar, og fundu auðvitað Færeyjar og Ísland. Fyrsta norska fjölskyldan flutti hingað frá Noregi til Reykjavíkur árið 874. Grænland og Norður Ameríka fundust 126 árum síðar, í kringum árið þúsund, af Eiríki rauða og Leifi Heppna, hans syni. Icelandic Times / Land & Saga skrapp þúsund ár aftur í tímann á Víkingahátíðinni sem hefur verið haldin árlega í Hafnarfirði síðastliðin 34 ár. Hátíð sem á engan sinn líkan í lýðveldinu sem á 79  ára afmæli, nú þann 17. júní. Hér koma stemmingar frá Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Njótið. 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 16/06/2023 : A7RIV : FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0