Syrpa frá Suðurlandi

Stuttir dagar. Sólin rís um klukkan ellefu, þá er eins gott að vera á réttum stað, nýta dagsbirtuna vel. Icelandic Times / Land & Saga lagði upp í langferð snemma, til að upplifa Ísland í vetrarham í upphafi árs. Það voru margir á ferð, mest ferðamenn að anda að sér kalda loftinu og upplifa náttúruna á syðsta hluta landsins, suður í Vestur-Skaftafellssýslu. Þrátt fyrir glerhálku, og erfið akstursskylirði gekk umferðin vel, allir að vanda sig að koma heilir heim.

Vík í Mýrdal í morgunsárið, klukkan tíu í tíu. Vík með sína rúmlega 250 íbúa er stærsta borgin í Vestur-Skaftafellssýslu

Hatta á Víkurheiði, 500 metra hátt fjall, rétt norðan við Vík í Mýrdal
Pétursey við sólarupprás
Syðsti oddi Íslands, Dyrhólaey við sólarupprás örfáum mínútum fyrir klukkan ellefu
Jaki á lóninu upptökum Jökulsár á Sólheimasandi
Göngugarpar á Sólheimajökli
Reynisdragnar, vestan við Vík, horft yfir Dyrhólaós

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0