Hrafnseyri við Arnarfjörð

Fallegastur fjarða

Arnarfjörður er annar stærsti fjörðurinn á Vestfjörðum, eftir Ísafjarðardjúpi, og mesti skrímslafjörður landsins. Margar sögur eru til um skrímsli í firðinum, og á Bíldudal, eina þorpinu við fjörðin er meira að segja heilt safn, Skrímslasetrið, þar sem hægt er að fræðast um allar þessar ókindur í Arnarfirði. Fjörðurinn sem landnámsmaðurinn Örn (föðurnafn óþekkt) sem kom frá Rogalandi í Noregi og nam allan, en fjörðurinn kenndur við hann, bjó þar stutt, seldi landnám sitt Áni Rauðfeldi og flutti sjálfur með fjölskyldu og búfé til Eyjafjarðar. Arnarfjörður er 38 km langur og fimm til tíu km breiður, var fram undir miðja síðustu öld þéttbýll. Í dag búa í og við fjörðinn einungis nokkur hundruð manns. Jón Sigurðsson (forseti) helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld, var fæddur 1811 á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þjóðhátíðardagur Íslands 17.júní er afmælisdagur hans. Þennan dag árið 1911, á 100 ára árstíð Jóns var Háskóli Íslands stofnaður, og sama dag árið 1944 verðum við loksins sjálfstæð þjóð.

Horft í norðvestur frá Hálfdán, Bíldudalur fremst, Hrafnseyri hinu megin við fjörðin
Dansandi birta í Geirþjófsfirði í sunnanverðum Arnarfirði
Trostansfjörður í Arnarfirði
Vaðall, Arnarfirði
Bíldudalur
Kría í Fossfirði í Arnarfirði
Ferðalangur að taka sjálfu við Dynjanda

Arnarfjörður 20/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.4/50mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson