Nyrsti hluti Lækjargötu, Hafnartorg og Harpa

101 Lækjargata

Það er samþykkt á borgarafundi í Reykjavík árið 1839, að leggja veg frá Austurstræti til suðurs í átt að Tjörninni meðfram læknum sem rennur úr Tjörninni til sjávar. Árið 1848 er þessum vegaspotta gefið nafnið Lækjargata. Læknum er komið í stokk árið 1911 og gatan breikkuð, og þær brýr sem höfðu prýtt götuna, rifnar. Lækjargötu hefur verið einna mest breytt af götum borgarinnar, en húsakostur, sérstaklega að austanverðu, hefur varðveist betur en víðast hvar annars staðar. Lækjartorg gegnt Stjórnarráðinu er á sama tíma skipulagt og fær nafn á sama tíma árið 1848. Þar á horni Austurstrætis og Lækjargötu, er eitt elsta húsið við götuna, Lækjargata 2,  byggt árið 1852, og er fyrsta hornhús Reykjavíkur, á sögufrægri lóð, því þetta er fyrsta lóðin í höfuðborginni sem er seld. Lækjargata 2 brann árið 2007, og var endurbyggð bæði stærri og hærri en í svipuðum stíl strax árið eftir. Við Lækjargötu standa markar merkar byggingar, sem hafa bæði sögulegt, menningar og pólitískt gildi, eins og Stjórnarráðið, skrifstofa Forsætisráðherra, byggt sem tutugshús á árunum 1761 – 1771. Menntaskólinn í Reykjavík byggður árið 1846, Bernhöftstorfan, byggð á árunum 1834 til 1905. Nýjasta viðbótin við Lækjargötu er Hafnartorg, gegnt Arnarhóli, en þar lauk framkvæmdum árið 2020. Lækjargata er 450 metra löng og liggur frá Fríkirkjuvegi við Reykjavíkurtjörn, að Geirsgötu við austurhöfnina, vestan við Arnarhól. 

Syðri hluti Lækjargötu
Horft norður Lækjargötu í átt að Hörpu
Hafnartorg og Geirsgata, en við gatnamótin breytist Lækjargata í Kalkofnsveg
Við Stjórnarráðið
Lækjartorg, áttstendi turninn á torginu, var settur upp þegar Danakonungur heimsótti Ísland árið 1907. Hann hefur ekki haft hlutverk svo lengi sem elstu menn muna
Lækjargata 2, á horni Austurstrætis og Lækjargötu
Þessi mynd, gæti næstum því verið tekin fyrir 150 árum. Fremst Menntaskólinn í Reykjavík byggður árið 1846, Bernhöftstorfan, byggð á árunum
Hér úr Tjörninni rennur lækurinn, sem gefur Lækjargötu nafnið, undir götunni í norður í sjó fram

Reykjavík 28/10/2024 :  A7C R – FE 2.4/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0