S˙lur *** Local Caption *** Akureyri

11°C / 52°F

Júlí er hlýjasti mánuður ársins á Íslandi. Miðað við legu landsins er hér hlýtt hér miðað við ársmeðaltal, hlýir vetur, köld sumur. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var meðalhitinn í júlí í  höfuðborginni Reykjavík 11°C / 52°F, eins og í Bolungarvík vestur á fjörðum og í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Hlýjast var í júlí fyrir norðan, á Akureyri og í Ásbyrgi, rétt um 13°C / 55.5°F. Af veðurstöðum á láglendi var kalt á Teigarhorni við Berufjörð austur á fjörðum, meðalhitinn þar, rétt rúmar 9°C / 48°F, en þar hefur mælst hæsti hiti á Íslandi, ekki einu sinni heldur tvisvar, hæst fór hitinn 22. júní 1939 þegar hann fór rétt yfir 30 gráðurnar (86°F) funhiti sem skeður eiginlega aldrei hér í lýðveldinu. En júlí á þessu ári var ekki bara kaldur, einni gráðu undir meðaltali síðustu þrjátíu ára, hann var blautur, það rigndi 80% meira í höfuðborginni en venjulega, og sólskinsstundirnar voru 111, sem er 72 klukkustundum færri en við eigum að venjast. Það koma betri tímar, veturinn verður örugglega bjartur og hlýr, eða ekki. Því kosturinn að búa hér, er að maður veit ekkert… um veðrið, þar er svo óútreiknanlegt.

Rigningarskúr í Dómadal
Úrhelli við Kýlingavatn
Miðnæturgolf á Akureyri, Kaldbakur í bakgrunni
Teigarhorn, þar er bæði heitt og kalt
Ásbyrgi um miðnætti
Rignarsumarið mikla fyrir sunnan

Ísland 06/08/2024 : RX1R II,  A7R IV A7R III – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100m GM, FE 1.8/20mm G – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson