Sýning myndarinnar Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur Fimmtudag 18. mars kl. 20.00 í Hafnarhúsi |
Í tengslum við sýninguna WERK – Labor Move verður sýning á heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur í fjölnotasal Hafnarhúss.Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR. Keep Frozen er heimildarmynd um hóp verkamanna sem vinnur við að afferma frystitogara. Þrátt fyrir að íslensk menning eigi fjölmargar sögur, ljóð og söngva af sjómönnum hefur lítið verið ort eða fjallað um erfiðisvinnu bryggjuverkamanna. Hér er á ferðinni saga um þrautseigju mannsins og hvernig sigrast má á verkefnum sem virðast óyfirstíganleg í byrjun.Myndin hefur verið tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, á hátíðinni Vision de Réel í Sviss, á kvikmyndahátíðinni í Lübeck og á Nordisk Panorama. Á Íslandi var myndin tilnefnd til Menningarverðlauna DV og Eddunnar og vann áhorfendaverðlaun á Skjaldborg. Í Þýskalandi var hún valin til sýninga í flokki alþjóðlegra heimildarmynda á elstu og virtustu heimildarmyndahátíð landsins í Leipzig áður en henni var dreift í listræn kvikmyndahús í Þýskalandi. |
Sjá videó hér