Í Hallargarðinum, við Hljómskálagarðinn, steinsnar frá sjálfsmynd Bertels, má finna verkið Adonis, sem Bertel gerði árið 1808. En Reykjavíkurborg gerði afsteypu af styttunni 1974, í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi.

2 risar

Í austanverðum Hljómskálagarðinum, skammt frá hvor öðrum, standa tveir risar í menningarsögu okkar íslendinga, samtímamennirnir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og Bertel Thorvaldsen (1770-1844) myndhöggvari. Fæðingardagur Jónasar 16 nóvember, er dagur íslenskrar tungu. En Jónas var fæddur á Hrauni í Öxnadal, og dó úr blóðeitrun eftir fótbrot í Kaupmannahöfn 1845. Jónas fluttist til Kaupmannahafnar 1832 til að stunda háskólanám, í bókmenntum og náttúrufræði og bjó í höfuðborginni til dauðadags. Hann var afkastamikið skáld, þýðandi, og vann margar rannsóknir um náttúrufar Íslands á sinni stuttu ævi. 

Bertel Thorvaldsen var fæddur í Kaupmannahöfn, sonur Gottskálks Þorvaldssonar úr Skagafirði og Karen Degnes frá Jótlandi. Lungað úr sinni starfsæfi, eða frá 1797 til 1838 starfaði hann í Róm á Ítalíu, og var á sínum tíma eitt, ef ekki stærsta nafnið í höggmyndalist í heiminum. Þegar hann kemur heim til Kaupmannahafnar 1838, er reist safn, Thorvaldsen safnið, undir hans verk við hlið Kristjánsborgarhallar, þinghús Danmerkur. Í garði safnsins er Bertel grafinn. 

Sjálfsmynd Bertels með styttuna Voner, er fyrsta útilistaverkið sem reist var í Reykjavík, en styttan var afhjúpuð með mikilli viðhöfn á Austurvelli árið 1875. En styttan var gjög Kaupmannahafnar til íslensku þjóðarinnar í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi, árinu áður. Árið 1931 er sjálfsmynd Bertels látin víkja fyrir styttunni af Jóni Sigurðssyni eftir Einar Jónsson og flutt í Hljómskálagarðinn. Styttuna gerði Bertel árið 1839, og afsteypa af styttunni má sjá í Miðgarði (Central Park) í New York.
Styttan af Jónasi er eftir Einar Jónsson og var afhjúpuð 1907 við Lækjargötu, síðan færð í Hljómskálagarðinn 1947

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
16/03/2023 : A7C : FE 2.5/40mm G

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0