Hörgshlíðarlaug í austanverðum Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi er steinsteypt sundlaug sem er 6 metra löng, 2 metra breið og eins meters djúp. Sundlaugin er í einkaeigu, en frá laugarbakkanum er frábært útsýni yfir fjörðin, og oftar en ekki má sjá þar seli sem flatmaga í fjöruborðinu neðan við sundlaugina. Laugin er staðsett mitt á milli Ísafjarðar og Hólmavíkur, en rétt rúmir 200 km / 120 mi, eru milli bæjanna. Vestfirðir eru efstir á nýjum lista Lonely Planet yfir lönd svæði og borgir að heimsækja á næsta ári.
Norður-Ísafjarðarsýsla 02/03/2019 13:43 – A7R III : FE 1.4/35mm ZA
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson