Viðey og Esjan

Hláka

Kaldasti vetur í hundrað ár, ef allt gengur eftir sagði veðurfræðingur í fréttum RÚV í gær. En eitt veit ég að það voru tólf mínusgraður í gærmorgun, sex í plús í morgun á sama tíma, klukkan níu í morgun, munurinn heilar 18°C á einum sólarhring. Enda gekk mikið á þegar rigndi á allan snjóinn í fyrsta skipti í tvo mánuði í höfuðborginni. Auðvitað hafði fallið úrkoma í Reykjavík síðan í nóvember, þá formi snjókomu. Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitað á stúfana að mynda hlýindin sem fylgdu þessum óvenjulanga kuldakafla. Þessari hláku fylgdi auðvitað mikil hálka þegar rigndi í gegnfreðna snæviþakta jörð.

Snjór frá strætum Reykjavíkur, ýtt út í sjó við Sundin blá. Esja í bakgrunni.
Elliðavatn í leysingum
Vorið kemur… eftir kaldan vetur, við Hólmsá hjá Rauðhólum
Loksins að losna um bátana í smábátahöfninni í Reykjavík

20/01/2023 : RX1R II, A7RIII, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/50mm, FE 18/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0