Hallgrímskirkja böðuð sólarljósi, Akrafjall í fjarska

4 tímar og 7 mínútur

Dagurinn í dag, 21. desember er stysti dagur ársins, þótt hann sé jafn langur og allir hinir dagarnir, 24 klukkustundir, en birtan minni. Sólarbirta var bara í höfuðborginni í fjóra tíma og sjö mínútur. Sólarupprás var í Reykjavík í morgun klukkan 11:22  og sólsetur 15:29. Norður í Grímsey og á Melrakkasléttunni, nyrstu byggðum landsins, varir sólarbirtan tveimur tímum skemur. Icelandic Times / Land & Saga elti sólina á höfuðborgarsvæðinu í dag; þetta er afraksturinn. Enda bara bjartara framundan.

 

Stór hluti Reykjavíkur fær ekki dagsljós á þessum dimmasta degi ársins, en Esjan er uppljómuð
Glói á Perluna, og Hallgrímskirkjuturn, sem gægist upp vinstra megin, Fossvogur og Öskjuhlíð í skugga
Sólin nær í efstu byggðir Breiðholts, Skemmuvegur í Kópavogi næst
Sólin að setjast rétt uppúr þrjú í Kópavogi, Reykjanesið fjær

Reykjavík 21/12/ 2022 : A7RIV, A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0