Aðdragandi og tilgangur deiliskipulagsbreytingar
Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni en samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er svæðið skilgreint sem þróunarsvæði (Þ51) og gert ráð fyrir aukningu húsnæðis (nettóaukning) um 85 þúsund fermetra, þar af um 500 íbúðir.
Svæðið var tekið fyrir í þverfaglega tilraunaverkefninu Hægri breytilegri átt árið 2014, þar sem lagt var til að auka byggingarmagn mjög mikið yfir langt tímabil til ársins 2060.