Bertel Thorvaldsen átti íslenskan föður, Gottskálk Þorvaldsson, og danska móður, Karen Degnes. Var faðir hans ættaður frá Reynistað í Skagafirði. Thorvaldsen fæddist í Danmörku og kom aldrei til Íslands. En uppruna sínum hélt hann þó á lofti og var í sambandi við marga Íslendinga. Hann gerði skírnarfontinn sem er í Dómkirkjunni í Reykjavík og þykir merkasti gripur kirkjunnar. Kom fonturinn hingað til lands árið 1839 og hafði Thorvaldsen frumkvæði að því.
Í tengslum við þjóðhátíðina 1874 gáfu dönsk stjórnvöld hingað líkneski af Thorvaldsen sem hann hafði gert sjálfur. Fólst í því viðurkenning á því að hann tilheyrði ekki síður Íslandi en Danmörku. Styttan var á Austurvelli frá 1875 þar til hún vék fyrir minnisvarða Jóns Sigurðssonar forseta árið 1931. Sjá meira hér