Litríkur Selfoss

Fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg er einstök á landsvísu. Sveitarfélagið sem var stofnað fyrir 25 árum, þegar Selfoss, sem er fjölmennasti hluti sveitarfélagsins, sameinaðist Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhreppi. Íbúar voru þá um 5.500. Nú aldarfjórðungi seinna, hefur íbúatalan meira en tvöfaldast, en í sveitarfélaginu búa nú tæplega 12 þúsund manns. Ásýnd Selfoss, hefur breyst mjög mikið með nýjum miðbæ sem byrjað var á 2015, og opnaði fyrsti áfanginn, með 13 húsum fyrir tveimur árum. Í vor er síðan byrjað á öðrum áfanga, en áætlunin er að byggja 40 hús í viðbót, þar af tvö hótel. Nú í miðjum júní, opnaði Vegagerðin, nýjan kafla á Hringvegi 1, milli Hveragerðis og Selfoss, sem greiðir leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss, en vegalengdin til höfuðborgarinnar eru um 60 km. Næstu áform Vegagerðarinnar er að byggja nýja brú yfir Ölfusá, færa Hringveg 1 norður fyrir Selfoss, svo vegfarandur losna við tafsaman kafla að keyra í gegnum Selfoss, á leið sinni um Suðurland. Icelandic Times / Land & Saga kíkti á nýjan miðbæ Selfoss, í dag.

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Selfoss 18/06/2023 : A7RIV, A7C : FE 1.2/50mm GM, 2.8/21mm Z