Í gær var birt nýtt hættumat frá Veðurstofu Íslands, þar kom fram að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist mjög mikið í nágrenni við Grindavík. Ekki er víst að fyrirvarinn verði eins langur og í síðasta eldgosi, en þá var fimm klukkustunda fyrirvari frá því jarðskjálftahrina byrjaði þangað til að eldgos hófst rétt sunnan Hagafells. Nú er viðbragðstíminn kominn í hálfa klukkustund, 30 mínútur, samkvæmt Almannavörnum Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar er einnig töluverð hætta í Grindavík vegna jarðfalls, sprungur opnast. Álagið er jafnframt farið að koma niður á viðbragðsgetu í öðrum aðgerðum á Reykjanesskaga, samkvæmt Almannavörnum. Já, að öllum líkindum samkvæmt okkar færasta vísindafólki, gýs í eða við Grindavík fljótlega. Hvar næst? Því það er eldgosahrina hafin Reykjanesskaga. Hófst 19.mars 2021 eftir 800 ára svefn. 

Fagradalsfjallsgosið, eldsumbrotin sem hófu þessa atburðararás, 19. mars 2021

Reykjanes 02/02/2024