Baðstaðurinn Vök á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði á tveggja ára afmæli nú í júlí. Það sem gerir baðstaðinn svo sérstakan að heitu lindirnar í og við Urriðavatn eru einu heitu lindir landsins þar sem vatnið hæft beint til drykkjar. Engin klór eða önnur eiturefni eru notuð í Vök Baths, en hreinleikanum er náð með miklu gegnumstreymi af þessu tandurhreina vatni. Veðrið var ekki amalegt fyrir gesti og íbúa Austurlands, en lofthitinn á baðstaðnum í hádeginu í dag voru 22°C / 72°F. Eina sem ber að varast þegar farið er í bað í Vök er nálægðin við Langarfljótsorminn, en hann á það til að taka sér sundsprett í Urriðavatni þegar sá gállinn er á honum, en það gerist víst oftar á veturna.
Egilisstaðir 07/07/2021 12:55 20mm
Texti og mynd: Páll Stéfánsson