Undir Lómagnúp að vestan er Núpsstaðarkirkja, minnsta torfkirkjan á Íslandi. Fyrstu heimildir um kirkju á Núpsstöðum er frá 1340, en kirkjan sem nú prýðir staðinn er ein elsta bygging í landinu, en hún er byggð um aldamótin 1600. Fyrir tæpum hundrað árum tók Þjóðminjasafn Íslands kirkjuna í sína vörslu, og hafa lagfæring sem auðvitað þarf að gera á yfir 400 ára gömlu húsi, haldið í grundvallargerð gömlu kirkjunnar. Kirkjan er lítil, pláss fyrir c.a. tíu gesti og grannvaxinn prest. Í Njálssögu segir frá draumi Flosa Þórðarsonar, að hann dreymi bergrisa einn sem stígi út úr fjallinu Lómagnúpi, bak við guðshúsið. Bergrisinn prýðir skjaldamerki Íslands og er einn fjögurra landvætta sem ver Ísland illum öflum.
Vestur-Skaftafellssýsla 08/07/2021 15:55 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson