Hátt uppi

Það eru tæpir 200 km / 120 mi frá Reykjavík inn í Landmannalaugar, hjarta hálendisins. Þarna er maður hátt uppi, 590 metrum yfir sjávarmáli í öðrum og litríkum heimi. Það eru ekki  bara litirnir og jarðhitinn í miðju Friðlandi að fjallabaki sem heilla, þarna byrjar ævintýrið að uppgötva Ísland. Þarna hefst Laugavegurinn, fjölsóttasta hálendis gönguleið landsins, tæplega 50 km leið frá Landmannalaugum í Þórsmörk, í gegnum Hrafntinnusker, Álftavatn og Emstrur. Stutt er í Grænahrygg, Jökulgil og Kýlingavatn. Síðan eru Veiðivötn og Torfajökull, eitt mesta háhitasvæði landsins, í næsta nágrenni. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Landmannalaugar nú um helgina, enda er þetta einn besti tími ársins til að heimsækja svæðið, áður en það lokast vegna snjóa í lok mánaðar. Landmannalaugar opnast aftur í lok júní á næsta ári. 

Leiðir liggja til allra átta frá Landmannalaugum

Ferðafélag Íslands er með góða aðstöðu og skála í Landmannalaugum

Hestar gangnamanna bíða í rétt undir Bláhnjúk

Upp úr klukkan sjö eru fyrstu gestir tjaldsvæðisins komnir á stjá

Drukknaður bíll á leið inn í Landmannalaugar

Vondugil í Landmannalaugum

Lækur undir Brennisteinsöldu í Landmannalaugum

Suðurnámur í Landmannalaugum

Rangárvallasýsla 17/09/2022 : A7R IV, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson