Íslandsmet; 23 dagar með hita yfir 20°C

Í dag er verið að jafna Íslandsmet, en í 23 daga hefur hitinn mælast yfir 20°C / 68°F einhvers staðar á landinu, sem er jöfnun á meti frá því í ágúst 2012. Á morgun er spáð því að hitinn fari yfir tuttugu gráður í Ásbyrgi (mynd), en mestu hlýindin undanfarið hafa einmitt verið á Norðaustur og Austurlandi. Hitinn um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var 24°C / 75°F einmitt þar. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er ekkert lát er hlýindum þarna, en næstu fimm daga fer hitinn á þessum betri helmingi landsins vel yfir 20°C gráðurnar. Mestur hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Teigarhorni í Berufirði, þann 22 júní 1939, 30,5°C / 87°F, en einungis fjórum sinnum hefur hiti farið yfir 30°C á Íslandi, síðast á Hvanneyri í Borgarfirði 11 ágúst 1997.. 

Ásbyrgi 24/06/2021  03:50 135mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0