Hann bað hennar undir hver, svarið JÁ. Ferðamenn frá Kanada. Til hamingju.

Litir og JÁ

Rétt austan við Mývatn undir Námafjalli er háhitasvæðið Hverarönd. Svæðið er aðeins í  500 km  / 300 mi fjarlægð frá Reykjavík. Hverarönd liggur á eldgosabelti sem nær norður úr Öxarfirði gegnum Þeystareyki að Kröflu og suður fyrir Hverfjall einkennisfjall Mývatns, Jarðhitanum á Hverarönd er viðhaldið af kvikuinnskotum frá eldstöðinni undir Kröflu, rétt norðan við svæðið. Á miðöldum var mjög mikið unnið af brennisteini frá Námafjalli / Hverarönd og hann fluttur út til skotfæragerðar. Eigendur Reykjahlíðar við Mývatn efnust svo mikið á sölu brennisteins að Danakonungur tók námurnar eignarnámi árið 1563. Hverarönd, og Mývatn voru friðlýst árið 1974, enda er svæðið eitt af 10 fjölsóttustu ferðamannastöðum á Íslandi.

Suður-Þingeyjarsýsla 27/08/2021 17:31 : A7R IV / FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0