Vitinn er gula byggingin efst á myndinni. Hringurinn í miðjum úthaganum er nokkuð sérstakur, líklega gamall túngarður.

Vitinn í Flatey, og einn stór hringur

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnjúk á Reykjanesi árið 1878. Á næstu 22 árum voru byggðir 4 í viðbót, svo hér voru fimm vitar um aldamótin 1900. Uppbygging vitakerfisins umhverfis Íslands lauk síðan árið 1954, þegar Hrollaugseyjaviti, á skeri sunnan við Jökulsárlónið var byggður árið 1954. Syðst á Flatey á Skjálfandi er Krosshúsabjarg, og þar var fyrsti vitinn í eyjunni reistur árið 1913. Fimmtíu árum síðar er nýr viti hannaður af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt, og gengur hann fyrir sólarorku eins og nær helmingur vita á Íslandi í dag.

Flatey á Skjálfanda 28/08/2021 10:06 : A7R IV / FE 1.4/85mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0