Vitinn í Flatey, og einn stór hringur

 

Vitinn í Flatey, og einn stór hringur

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnjúk á Reykjanesi árið 1878. Á næstu 22 árum voru byggðir 4 í viðbót, svo hér voru fimm vitar um aldamótin 1900. Uppbygging vitakerfisins umhverfis Íslands lauk síðan árið 1954, þegar Hrollaugseyjaviti, á skeri sunnan við Jökulsárlónið var byggður árið 1954. Syðst á Flatey á Skjálfandi er Krosshúsabjarg, og þar var fyrsti vitinn í eyjunni reistur árið 1913. Fimmtíu árum síðar er nýr viti hannaður af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt, og gengur hann fyrir sólarorku eins og nær helmingur vita á Íslandi í dag.

Vitinn er gula byggingin efst á myndinni. Hringurinn í miðjum úthaganum er nokkuð sérstakur, líklega gamall túngarður.

Flatey á Skjálfanda 28/08/2021 10:06 : A7R IV / FE 1.4/85mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson