Það glittir í hús við árósa Keflavíkurár. Gjögurfjall að vestan og Hnjáfjall að austan loka Keflavíkina af.

Keflavík nyrðri – Þar vantar flugvöll

Fjörður er eyðisveit á Gjögurskaga, skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, sem fer í eyði árið 1944. Keflavík og Keflavíkurdalur á myndinni er vestasti parturinn í Fjörðum. Í Keflavík var samnefndur bóndabær, sem þótti næst-afskekktasti bær á landinu, eftir Hvanndölum hinu megin við Eyjafjörð. Keflavík fór í eyði árið 1906 en bærinn hafði verið í byggð í yfir þúsund ár, eða frá landnámsöld. Fjörður er eitt allra snjóþyngsta svæði á Íslandi. Samgöngur á vetri til eru vonlausar og á sumrin eru brött fjöllin og hamraveggir sem skilja að víkur og firði og nær ókleyf. Síðasti ábúandinn í Keflavík, Geirfinnur Magnússon átti einn frægasta hest Íslandssögunnar, merina Keflavíkur-Jörp.

Keflavík 28/08/2021 10:29 : A7R IV / FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0