Bjart á Kópaskeri

Við norðanverðan Öxarfjörð, á Melrakkasléttu er þorpið Kópasker. Íbúafjöldinn hefur síðustu 70 ár verið nokkuð svipaður, rúmlega 120 íbúar, sem sinna fyrst og fremst þjónustu við nærliggjandi sveitir, auk þess er stórt sláturhús, Fjallalamb í þorpinu. Enda er á Melrakkasléttu og í Öxarfirði fyrst og fremst stunduð sauðfjárrækt. En nú eru miklar breytingar á svæðinu, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji er að fjárfesta fyrir milljarða á og við Kópasker í fiskeldi á landi. Þannig að framtíðin á Kópaskeri, þarna á hjara veraldar er bjartari en hefur verið í áratugi. Ljósmyndari Icelandic Times, Land & Saga leit við og myndaði mannlíf og stemminguna á Kópaskeri.

Þessar kynjaverur taka á móti manni þegar maður kemur til Kópaskers

Guðmundur Örn Benediktsson sínum garði á Kópaskeri, sem er líklega nyrsta skrúðgarður Íslands

Krakkarnir á Kópaskeri að leika sér við gamla barnaskólann

Snartastaðakirkja við Kópasker, böðuð miðnætursól

Himbrimi á tjörn um miðnæturbil, Fjallalamb og þorpið í bakgrunni

Allar leiðir liggja til… eða frá Kópaskeri. Þetta skilti blasir við þegar maður ekur frá Kópaskeri.

Kópasker: 08/07/2022 : A7C, A7RIV : FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson