Bessastaðir

 

Það snjóðaði á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, en tók fljótt upp. En bak við kennileiti Reykjavíkur, Perluna til hægri og Hallgrímskirkju til vinstri má sjá hvíta Esjuna, borgarfjall Reykjavíkurborgar með fyrsta snjó haustsins.

Bessastaðir, bústaður Forseta Íslands

Höfuðbólið Bessastaðir á Álftanesi hefur verið bústaður höfðingja og hirðstjóra konunga í gegnum aldirnar. Noregskonungur eignast jörðina, fyrst íslenskra jarða, eftir að þáverandi eigandi, Snorri Sturluson skáld og höfðingi var myrtur í Reykholti, Borgarfirði árið 1241. Frá því að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944, hafa Bessastaðir verið embættisbústaður Forseta Íslands. Núverandi hús á Bessastöðum voru byggð á árunum 1761 til 1766, og byrjað var á kirkjubyggingunni árið 1773. Núverandi forseti Guðni Th Jóhannesson hefur búið á Bessastöðum síðan 2016.

Það snjóðaði á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, en tók fljótt upp. En bak við kennileiti Reykjavíkur, Perluna til hægri og Hallgrímskirkju til vinstri má sjá hvíta Esjuna, borgarfjall Reykjavíkurborgar með fyrsta snjó haustsins.

Álftanes  22/09/2021 17:58 – A7R III : FE 1.8/135 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0