Bessastaðir, bústaður Forseta Íslands
Höfuðbólið Bessastaðir á Álftanesi hefur verið bústaður höfðingja og hirðstjóra konunga í gegnum aldirnar. Noregskonungur eignast jörðina, fyrst íslenskra jarða, eftir að þáverandi eigandi, Snorri Sturluson skáld og höfðingi var myrtur í Reykholti, Borgarfirði árið 1241. Frá því að Ísland varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944, hafa Bessastaðir verið embættisbústaður Forseta Íslands. Núverandi hús á Bessastöðum voru byggð á árunum 1761 til 1766, og byrjað var á kirkjubyggingunni árið 1773. Núverandi forseti Guðni Th Jóhannesson hefur búið á Bessastöðum síðan 2016.
Það snjóðaði á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, en tók fljótt upp. En bak við kennileiti Reykjavíkur, Perluna til hægri og Hallgrímskirkju til vinstri má sjá hvíta Esjuna, borgarfjall Reykjavíkurborgar með fyrsta snjó haustsins.
Álftanes 22/09/2021 17:58 – A7R III : FE 1.8/135 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson