Það var mikið fuglalíf á Tjörninni í gær, í bakgrunni til vinstri er gamli Miðbæjarskólinn sem nú hýsir Kvennaskólann (menntaskóli),  Fríkirkjan í Reykjavík er til hægri við skólann.

Við Reykjavíkurtjörn

Það var þann 19 apríl 1919 sem bannað var að skjóta fugla á Tjörninni. Tjörnin hefur síðan verið griðland fugla, en þar stoppa við hátt í fimmtíu fuglategundir til lengri eða skemmri tíma. Þar af eru sjö andartegundir sem verpa í og við Tjörnina. Auk þess verpa bæði álft og kría við þetta litla stöðuvatn í hjarta Reykjavíkur. Mávar, þá sérstaklega sílamávurinn er mjög áberandi á haustin. Tjörnin er grunnt gamalt sjávarlón, og lokaðist af með malarifi fyrir um 1200 árum, um það leyti sem Ísland byggðist. Elsti hluti Reykjavíkur, Kvosin stendur á þessu malarifi. Lækurinn sem rennur úr Tjörninni rennur undir Lækjargötunni, og í sjó fram í Reykjavíkurhöfn.

Reykjavík  02/10/2021 16:45 – A7R IV : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0