Horft austur Mjóafjörð, mót morgunbirtunni. Bandarískur landgönguprammi liggur í flæðarmálinu, og hefur gert síðan 1966.

Sumarmorgun í Mjóafirði

Það eru fáir staðir á Íslandi þar sem kyrrðin er jafn áþreifanleg og í Mjóafirði. Innst inni í þessum fallega firði, sem sumir segja að sé sá fallegasti af Austfjörðunum, eru Kilfbrekkufossar, þar heyrist fallegur fossasöngur. Í Mjóafjörð sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, er ekki bílfært nema hálft árið frá júní og fram í desember. Á veturna og vorin er það áætlunarbáturinn Björgvin sem siglir frá Neskaupsstað tvisvar í viku, eina samgönguæðin við þennan fámenna fjörð, en um 10 manns búa í firðinum allt árið. En það eru fáir staðir á Íslandi sem toppa Mjófjörð í fegurð, eða rólegheitum. Þarna færðu náttúruna beint í æð.

Mjóifjörður  15/10/2020 07:22 – A7R IV : FE 1.8/135 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0