Í síðustu viku gaf Kristján þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út reglugerð í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar um veiðar á allt að 662 þúsund tonnum af loðnu. Gefur það væntingar um stærstu loðnuvertíð í allavega 20 ár. Heildarkvótinn fyrir loðnuvertíðina þetta árið eru 940 þúsund tonn, en í samræmi við alþjóðlega samninga fær Ísland 80% kvótans í íslenskri landhelgi. Áætlað aflaverðmæti þessarar vertíðar er ekki undir 50 milljörðum íslenskra króna, sannkallaður happafengur fyrir íslenskt efnahagslíf.
Reykjavík 18/10/2021 07:42 – A7R IV : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson