Ingjaldshóll með Snæfellsjökull í bakgrunni. Snæfellsjökull er virk eldstöð og gaus síðast fyrir 1750 árum. Gossögu eldfjallsins má rekja aftur um þúsundir ára.

Hóll og fjall

Sumir segja að kirkjan á Ingjaldshóli á vestanverðu Snæfellsnesi sé elsta steinsteypta kirkja í heimi. Hún er reist árið 1903, og er allavega elsta steinsteypta kirkja á Íslandi. Á Ingjaldshóli hefur staðið kirkja frá 13 öld, og fram á 19. öld stóð þarna þriðja stærsta guðshús landsins eftir dómkirkjunum á Hólum og í Skálholti, var pláss fyrir 400 manns í sæti.  Enda var vestanvert Snæfellsnesið þéttbýlasti hluti landsins, fram undir 1900. Þökk sé fengsælum fiskimiðum, stutt undan landi. Á Ingjaldshóli var einnig þingstaður íbúa vestast á Snæfellsnesi, og þá um leið aftökustaður sakamanna.

Snæfellsnes  27/07/2019 20:48 – A7R III : FE 2.8/100 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0