Falleg morgunbirtan við Reykjavíkurtjörn í gærmorgun, á fyrsta degi vetrar. Ráðhús Reykjavíkur lengst til hægri.

Fyrsti vetrardagur

Það eru bara tvær árstíðir á Íslandi vetur og sumar. Í gær var einmitt fyrsti vetrardagur, en hann er fyrsti laugardagur að lokinni 26 viku sumars. Sumardagurinn fyrsti ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19 til 25 apríl. Það er íslensk þjóðtrú að ef sumar og vetur frjósi saman, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfaranótt sumardagsins fyrsta, boði það gott sumar. Það stemmir, allavega í sumar, því mjög kalt var síðasta vetrardag fyrir norðan og austan í ár, og einmuna hiti og blíða þar í allt sumar. 

Reykjavík  23/10/2021 09:52 – A7R IV : FE 1.2/50 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0