Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins, WGS (World Geothermal Congress) er haldin nú í Hörpu. Ráðstefnan var sett á sunnudaginn af forseta og forsætisráðherra Íslands, og lýkur í dag. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti, og eru skráðir gestir um 2000, helmingur þeirra er staddur hér á landi. Hinn helmingurinn tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Helsti tilgangur ráðstefnunnar er að ræða stærstu áskoranir við jarðnýtingu, til að styðja við loftslagsaðgerðir um allan heim. Jarðhiti spilar þar lykilhlutverk. Þátttakendur frá yfir eitt hundrað löndum mættu hingað til Reykjavíkur að fjalla um þessi stóru mál á ráðstefnunni.
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson