Skrúðshús Árbæjarkirkju. Torfkirkjan var upphaflega reist á Silfrastöðum í Skagafirði árið 1842, og flutt og endurreist á Árbæjarsafni 1960-1961. Hönnuður Silfrastaðakirkju, var Jón Samsonarson forsmiðurinn, alþingismaðurinn og bóndinn í Keldudal í Hegranesi. Glittir í Smáíbúðahverfið í fjarska muggunni áðan.

Aftur til fortíðar

Árbær er gömul bújörð rétt austan við Elliðaá í landi Reykjavíkur. Má segja að í dag sé Árbær / Árbæjarsafn í miðri höfuðborginni. Jörðin fer í eyði árið 1950, og sjö árum síðar samþykkir borgarráð Reykjavíkur að endurgera gamla bæinn, og koma upp á jörðinni safni gamalla húsa sem hafa menningarsögulegt gildi. Fyrsta húsið sem er flutt úr miðbæ Reykjavíkur er Smiðshús árið 1960, ári síðar kemur hið sögufræga Dillonshús. Flest húsin á svæðinu hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um lifnaðarhætti og byggingarlist í höfuðborginni á 19. og byrjun 20. aldar. Safnið er opið allt árið, og er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. 

Leikfangahestur sem bíður eftir gestum í slagviðrinu á aðaltorgi safnsins.
Skrúðshús Árbæjarkirkju. Torfkirkjan var upphaflega reist á Silfrastöðum í Skagafirði árið 1842, og flutt og endurreist á Árbæjarsafni 1960-1961. Hönnuður Silfrastaðakirkju, var Jón Samsonarson forsmiðurinn, alþingismaðurinn og bóndinn í Keldudal í Hegranesi. Glittir í Smáíbúðahverfið í fjarska muggunni áðan.

Reykjavík 05/01/2022  11:23 & 12:21 –  A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0