Turninn séður frá bílastæðinu við Smáralind

Kópavogur skorar hátt

Hæsta byggingin á Íslandi er Turninn við Smáratorg, 78 m / 255 ft há, með 20 hæðum. Hann er hvorki meira né minna en 3 m / 10 ft hærri en Hallgrímskirkjan í Reykjavík, næst hæsta bygging landsins. Smáratorgsturninn eins og hannn heitir fullu nafni var vígður í febrúar 2008, fyrir rétt rúmum 14 árum. Turninn var hannaður af Arkís arkitektum. Turninn sem er rétt norðan við stærstu verslunarmiðstöð á Íslandi, Smáralind, er í næst fjölmennasta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Turninn er fyrst og fremst notaður undir skrifstofur, en veislusalur er á efstu hæð og verslanir í götuhæð. Hæsta mannvirki á Íslandi er aftur á móti langbylgjumastur RÚV í Gufuskálum, nyrst og vestast á Snæfellsnesi, það er 412 m / 1352 ft hátt, helmingi hærra en mastur Bandaríkjahers í Grindavík sem er næst hæsta mannvirki í lýðveldinu. 

Turninn stendur við gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar, við Smáratorg 3.

Kópavogur 13/01/2022  10:47 – 11:31 A7R IV : FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0