Það var mikil gleði og stemning hjá krökkunum í Val í morgun á handboltaæfingu á Hlíðarenda.

Ótrúlegur sigur

Það er ekki á hverjum degi sem við sigrum Frakkland sem eru Ólympíumeistarar í handknattleik 29-21, og hvað þá með átta marka mun eins og í gær. Ótrúlegur leikur hjá íslenska liðinu í MVM Dome höllinni í Búdapest í Evrópukeppninni í handknattleik. Til að komast í undanúrslit, þurfum við íslendingar síðan að sigra Króata og Svartfellinga nú í vikunni, sem er raunhæfur möguleiki. Úrslitaleikurinn fer síðan fram næsta sunnudag á sama stað og sigurinn móti Frökkum. Markahæstur í leiknum var Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon (1997) sem spilar með þýska liðinu SC Magdeburg. Ómar Ingi var kosinn íþróttamaður ársins 2021 á Íslandi, fyrir aðeins örfáum dögum. Ísland hefur aðeins einu sinni unnið til verðlauna á stórmóti í handknattleik, þegar við unnum silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. En við töpuðum úrslitaleiknum við Frakka, 28-23. 

Reykjavík 23/01/2022 12:21 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0