Það var óvenju rólegt í miðborginni í morgun, eftir hvassviðrið í nótt. Götur voru ófærar, og almenningssamgöngur fóru ekki stað í Reykjavík fyrr en klukkan tíu. Skólar og leikskólar opna eftir hádegi. Flestir voru viðbúnir þessari kröppu vetrarlægð sem gekk yfir suðvestur hluta landsins í nótt, og síðar í dag fyrir norðan og austan. Veðurstofan og Almannavarnir voru búin að búa fólk undir aftakaveðrið sem varð síðan ekki eins slæmt og gert var ráð fyrir. munar þar mestu um að hitastigið var örlítið hærra en gert var ráð fyrir. Útkoman sem féll í Reykjavík var meira slydda en snjókoma, sem munar öllu. Flestir þjóðvegir landsins eru lokaðir í dag, það er er og verður ekki ferðaveður fyrr en fyrsta lagi seinnipartinn á morgun, milli landshluta.
Reykjavík 07/02/2022 09:02-09:47 – A7R III : FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson