Horft í suðvestur frá Möðrudal á Fjöllum að Herðubreið.

Fjall fjallanna

Herðubreið hefur löngum verið kölluð drottning Íslenskra fjalla, og fyrir nokkrum árum var hún kosin Þjóðarfjallið með yfirburðum. Það var Náttúrufræðistofnun Íslands og Landvernd í samvinnu við DV sem stóðu að kostningunni. Herðubreið vann með yfirburðum fékk 48% atkvæða. Hekla var í öðru sæti með 16% og Snæfellsjökull í því þriðja, með tæp 10%. Herðubreið er móbergsstapi, en slík fjöll myndast í einu löngu hraungosi undir jökli, og stendur ein og stök í Vatnajökulsþjóðgarði 45 km / 28 mi norðan við Vatnajökul  og 80 km /50 mi, í beinni línu, suður af Dettifossi. Herðubreið er ungt fjall, aðeins 10 þúsund ára gamalt, og er næst hæsta fjall landsins utan jökla, 1682 m / 5518 ft hátt, aðeins Snæfell er hærra. Ekki er tæknilega erfitt að ganga á Herðubreið, þá einu leið sem er örugg, en fyrst var fjallið klifið árið 1908, af Sigurði Sumarliðasyni og þýska jarðfræðingnum Hans Reck. Fram að því hafði Herðubreið verið talið ókleif.

Horft í norðvestur yfir Vesturöræfi, Herðubreið í fjarska.

Norður-Múlasýsla 10-23/07/2019  18:16 – 21:54 : A7R III  : FE 1.4/85mm GM – FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0