Suðurnesjabær er nýtt sveitarfélag, en árið 2018, sameinuðust sjávarútvegsbæirnir Garður og Sandgerði og varð til næst fjölmennasta sveitarfélagið á Reykjanesi eftir Reykjanesbæ. Íbúar eru nú 3.649, þar af 1.744 í Garði og 1.874 í Sandgerði á 82 km² lands, nyrst og vestast á nesinu. Hvergi í heiminum má sjá flekaskil ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og á Reykjanesi. Reykjaneskaginn er síðan 2015, UNESCO, Global Geopark, og er Suðurnesjabær þar inni með marga merka staði til að skoða, eins og Þórshöfn sem var aðal verslunarstaður Þýskra Hansakaupmanna á 15. og 16. öld. Suðurnesjabær er nú í nútíð fyrsti staðurinn sem yfir 99% ferðamanna sem koma til Íslands drepa fyrst niður fæti, því Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er í Suðurnesjabæ.
Suðurnesjabær 21/02/2022 08:58 – 10:47 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/135mm GM – FE 1.2/50mm GMLjósmyndir og texti : Páll Stefánsson