Það eru ekki margar höfuðborgir í heiminum sem geta státað af heimsklassa laxveiðiá í miðri borg eins og Reykjavík. Elliðaár rennur úr Elliðavatni stutta leið niður Elliðaárdal til sjávar. Dalurinn er eitt af fallegri og vinsælustu útivistarsvæðum höfuðborgarinnar, allan ársins hring. Hraun er í botni dalsins, og mikil skógrækt undanfarna áratugi gerir dalin mjög skjólsælan til útivistar. Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi er í Elliðaám, byggð árið 1921, til að rafvæða höfuðborgina. Síðasta sumar, sumarið 2021, veiddust 613 laxar í ánni, 31 lax í júní, 316 laxar í júlí, 185 laxar í ágúst og 81 lax í september, en þeim mánuði kom stærsti laxinn á land, veiddur í Árbæjarhyl, 95 cm hængur. Árbæjarhylur er aflahæsti veiðistaðurinn í ánni af þeim 73 sem eru í Elliðaárnum, þar veiddust 109 laxar síðasta sumar.



Reykjavík 16/02/2022 – 10:22 -11:35 : A7C – A7R III : FE 1.4/24mm GM – FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson