Að stinga sér upp úr moldinni

Vorboðin

Grasagarðurinn í Laugardal er eitt af djásnum höfuðborgarinnar. Hann var stofnaður árið 1961, og er eitt af söfnum Reykjavíkur. Hlutverk safnsins, garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og auðvitað yndisauka fyrir borgarbúa. Heildarfjöldi tegunda í garðinum, með undirtegundum er rúmlega 3.500. Gróðurinn, plöntusafnið sýnir auðvitað glöggt, fjöbreytni þess gróðurs sem vex hér á há norðri. Þarna eru rúmlega 300 plöntur af þeim 485 tegundum blómplantna og byrklinga sem teljast til íslensku flórunnar. Og á þessum árstíma, snemmvors, er einn skemmtilegasti tíminn að heimsækja garðinn, eins og ljósmyndari Icelandic Times gerði í morgun, sjá líf kvikna eftir langan vetur.

Veit lítið um blóm, en þetta er Eranthis Hyemalis, eða vorboði á íslensku.
Rabbabari eða koma upp
Fallegt blóm… ekki hugmynd hvað það heitir
Þetta bláa blóm, tekur á móti manni þegar gegnið er innn í garðinn

Reykjavík 06/04/2022 10:50 – 11:37 :  A7R IV – A7C : FE 1.8/20mm G – FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0