Alvöru íþróttahús sem uppfyllir kröfur fyrir alþjóðlegar keppnir í innanhúsíþróttum, eins og handbolta og körfubolta, á að rísa í Laugardal ekki seinna en 2025. Það er inntakið í viljayfirlýsingu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Ásmundur Einar Daðason, íþrótta- barna- og menntamálaráðherra undirrituðu í Laugardal í dag. Það hefur ekki bara verið kallað eftir stóru íþróttahúsi, svokallaðri þjóðarhöll, heldur líka nýjum og alvöru þjóðarleikvangnum fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. En bæði knattspyrnuvöllurinn í Laugardal og íþróttahúsið Laugardalshöll, sem hýsir innanhúsíþróttir eru bæði um hálfrar aldar gömul, og standast ekki þær kröfur sem alþjóðasamböndin setja, fyrir landsleiki.
Reykjavík 06/05/2022 14:24-15:39 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson