Hafnarfjall og Skarðsheiði í Borgarfirði, handan Hvalfjarðar í bakgrunni. Í forgrunni forláta bátaskýli.

Vatnið undir Meðalfelli

Það er örstutt, aðeins 45 mín akstur frá Reykjavík að Meðalfellsvatni í Kjós, Hvalfirði. Í vatninu og ánni Bugðu sem rennur úr vatninu í Laxá í Kjós eru allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska, lax, bleikja, urriði, áll og hornsíli. Meðalfellsvatn er mjög áhugaverður staður til fuglaskoðunar, en þarna verpir meða annars himbrimi, auk fjölda andartegunda. Vatnið er 2,03 km² að stærð, og ekki djúpt, 4 metrar að meðaltali. Meðalfellsvatn, er eins og lang flest íslensk stöðuvötn myndað í jökulsorfnum dældum, sem hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað, og myndaði mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni.

Strandlengja Meðalfellsvatns er 6 km / 4 mi löng
Bærinn Meðalfell er handan við vatnið
Góð veiði er í Meðalfellsvatni, enda eru þau mörg bátaskýlin við vatnið. Nokkrir sveitabæir, ein krá og fjöldi sumarbústaða standa við vatnið

Kjósasýsla  22/05/2022  07:33 – 18-12 : A7R IV, A7C : FE 2.5/40mm G : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0